Hættir að að flassa!

Ef ég man afbrigðasálfræðina rétt, þá hefur reynst mjög erfitt að ,,lækna" flassara, eða exhibitionista. Þetta fólk með sýniþörf, sem sumum þykir hlægileg eða jafnvel æsandi, á erfitt með að halda aftur af flassi, eða viðrun kynfæra. 

Vefstjórar eru ekki í sömu vandræðum. Þessar dagana eru auglýsingar á vefnum hratt og örugglega að færast frá flash-tækninni yfir í hina einfaldari .gif-tækni. Þetta er afar vont fyrir okkur sem höfum reynt að frelsast tímabundið undan auglýsingaflóðinu með flash-block forritum eða öðrum leiðum. Það vill svo til að .gif myndir geta bæði verið hreyfimyndir og venjulegar kyrrar myndir. Að útiloka aðganga vafra að .gif-myndum gæti því leitt til mikils upplýsingamissis (eða a.m.k. afþreyingamissis).

Býður einhver upp á sérhæfðan .gif hreyfimyndablokker? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það góða við gif hreyfimyndir í vafra, er að "stopp" takkinn á vafranum stoppar hreyfingu allra myndanna samtímis. Mjög góðar fréttir finnst mér. Það eru ekki myndirnar sem slíkar sem trufla mig, heldur þessi stanslausa hreyfing á þeim.

kv.
Elías

Elías (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Prófa þetta, takk.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 27.2.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband