Skýjaleikur Magnúsar Skarphéðinssonar

Þegar ég var lítill sá ég einhverja fjölskyldumynd þar sem fallegir bandarískir krakkar, sennilega annar með spékoppa og hinn með freknur, lögðust í grasið og horfðu á létta skýjaslikju renna eftir heiðbláum himni. Börnin lýstu því sem þau sáu úr formi skýjanna, kött, hund, mann að lesa dagblað á biðstofu tannlæknis, Nintendo Entertainment System og sitthvað fleira (ok, ég man ekki hvað þau sáu, en eitthvað var það). 

Þetta þótti mér skemmtileg hugmynd þá og þykir raunar enn. Það er ágætt að sjá hvað reynsla manns af því að sjá form hefur mikil áhrif á túlkun okkar á öðrum formum. Þessi túlkun er gagnleg, og jafnvel nauðsynleg, því stundum þurfum við að taka ákvarðanir um óskýr form í myrkri, þoku, á kafi í vatni o.s.frv. Að við getum skemmt okkur við skýjagláp, eða skýjaleik eins og við krakkarnir kölluðum þetta, er svo bara skemmtileg aukageta sem styttir mammi stundir og þjálfar ímyndunaraflið.

skyÞegar fullorðnir karlmenn fara í skýjaleik sem á að sýna fram á tilveru ljósálfa, drauga og annarra skrýmsla er leikurinn hættur að vera fyndinn. Reynar horfði Magnús Skarphéðinsson ekki til himins þegar hann fór í skýjaleik í kastljóstinu í kvöld, heldur á skemmdar ljósmyndir. Hann notaði dýrustu mögulegu skýringar til að sýna fram á að hann og hans teymi hefðu haft rétt fyrir sér allan tímann, og vildi svo veita atvinnuljósmyndara nóbelsverðlaun í bullskýringum [ekki orðrétt, en það var inntakið] þegar hann kom með ódýrari, og líklegri skýringar. Þessar skýringar voru t.d. á þá leið að ljósnæmar flögur væru skítugar, að flass hefði lent á ögnum mjög nálægt linsu og að móða frá andardrætti ljósmyndara í kaldri kirkju væri það sem Magnús sá sem draug. 

Sennilega hafa þeir bræður, Skarphéðinn og Össur, ekki alist upp með rakhníf Ockham's við höndina, enda hefur skeggvöxtur fjölskyldunnar oft verið fram úr hófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

enn finnst þér samt ekki DÁSAMLEGT að menn eins og magnús séu til ?.. svona einstaklingar gefa þesssu mannlífi lit vil ég meina ...Skrítna fólkið er miklu skemmtilegra en það  venjulega finnst mér allaveganna... 

Brynjar Jóhannsson, 31.7.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Við getum orðað það svona: Fólk eins og Magnús er frábært á meðan ekki er tekið mark á því.

Þetta er svona svipað og ef við segðum börnunum okkar að mála framtíðina eins og þau óska sér helst að hún verði. Útkoman verður voðalega sæt, saklaus og skemmtileg. Við myndum þó aldrei hleypa börnunum okkar í sveitastjórnir eða á þing. Að minnsta kosti ekki á meðan þau eru börn... 

Árni Gunnar Ásgeirsson, 31.7.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband