Viðskiptahugmynd!

Einu sinni fór ég í næturlest frá Zurich til Berlínar. Í henni var bar og þótti okkur mikið til hans koma, enda hvergi nærri eins leiðinlegt að ferðast með lestinni þegar hægt er að sitja á barnum. 

Mörgum sinnum fór ég svo í neðanjarðarlestir um alla Evrópu þar sem blaðasölumenn, og stundum tónlistarmenn,  stukku upp í lestina, buðu blaðið öllum í vagninum (eða spiluðu lag) hurfu svo á braut og endurtóku leikinn í nýjum vangi, eða jafnvel nýrri lest.

Með þessum hætti er hægt að bjóða stórum markhópi vöru á stuttum tíma. Sígaunatónlist og borgarblöð eru ekki vinsælar vörur og því tel ég ólíklegt að þessir aðilar hafi haft mikið upp úr starfinu, en sennilega mun meira en ef þeir hefði staðið á götuhorni.

coffee_trash Nú vil ég sameina hugmyndina um að stökkva á milli vanga og að vera með bar í lest.  Ég vil að lítil kaffihús opni á öllum aðalstöðvum Strætó. Þessi kaffihús hafi svo hreyfanlega sölumenn með vinsæla kaffidrykki hangandi framan á sér. Þetta gætu verið sérhannaðir bakkar sem festir eru við sölumennina með ólum. Þessi menn stökkva svo upp í vagna nr. 17 á Hlemmi. Bjóða öllum kaffi sem þeir selja á sanngjörnu verði. Þeir yfirgefa svo vagn 17 í Mjóddinni þar sem þeir taka vagna 24. Þar er farþegum aftur boðið kaffi og sölumaður stekkur út við Ártún þar sem hann tekur strætó niður á Hlemm. Á öllum stöðvum getur hann fyllt á vinsælustu kaffitegundirnar, s.s. venjulegt kaffi, latté og cappuccino. Allir kaffibollar eru auðvitað með loki, þannig að farþegar séu ekki mikið að brenna sig. 

Hver væri ekki til í að taka strætó sem selur nýlagað hágæðakaffi? 


mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

sniðugt en verður aldrei er ég hræddur um .... nema í bangsaveröldinni bleiku handan móðunnar miklu.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Hreint frábær hugmynd, ég myndi pottþétt frekar taka strætó ef þar væri selt ilmandi kaffi :D

Heiða María Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 00:05

3 identicon

Snilld!

Ragga (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband