Færsluflokkur: Bloggar

Árangri?

Þessi frétt er undarlega skrifuð:

Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun við þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit í sumar og hafa þær skilað umtalsverðum árangri. Í ágúst síðastliðnum voru liðlega 1.300 ökumenn myndaðir við of hraðan akstur.

Þarna er talað um umtalsverðan árangur en þó ekki talað um þann árangur þrátt fyrir að hann sé sagður umtalsverður...

Ég bara trúi því ekki að blaðamenn, eða lögreglumenn, haldi að 1300 hraðasektur séu árangur. Árangurinn sem við viljum sjá, vonandi þessi umtalsverði og óumtalaði, er auðvitað lækkun meðalhraða vegna minni hraðaksturs. Auðvitað getur verið að árangur í augum blaðamanns sé árangur við söfnun fjár í ríkissjóð. En hraðasektir eru undarleg leið við þá söfnun.

Annars er ég frekar hrifinn af hugmyndinni um myndavélar og vona sannarlega að þær séu byrjaðar að, og muni áfram, skila árangri. Það var auðvitað enginn að taka mark á þessum skiltum sem standa við þjóðveginn og minna á löggæslumyndavélar sem voru ekki til.


mbl.is Fjöldi sleppur við hraðasektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er okkur ekki sama um svindlið eða hvert er eiginlega markmið kerfisins?

Svindl með strætókort segja þeir. Nú er ég ansi hræddur um að eftirlitið kosti mun meira en kemur inn í sektum. Er ekki markmið tilraunaverkefnisins að draga úr umferð og kynna almenningssamgöngur sem raunverulegan kost á móti einkabílnum? Ef Gísli Marteinn byggi í Austuborginni hugsa ég að þetta væri ekki áhyggjuefni. Nær væri að borga fólki kr. 50 fyrir að taka strætó eða gefa því ókeypis kaffi á leiðinni. Það eru nefnilega ekki litlar upphæðir sem tapast á hverjum morgni þegar fólk er að mæta of seint vegna umferðarteppu á Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Hringbraut og víðar. 

Þessi vandi verður ekki leystur með kortaeftirlitsmanni. 


mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlast, forréttindi hins kristna Íslendings

Sennilega er ég síðasti maðurinn til að snerta á þessari hlægilegu frétt. Ég var upptekinn í gær og fékk ekki að taka þátt í æsingnum um hver gæti hraðast sagt að honum þætti þetta bara fyndið. Eins missti ég af tækifærinu til að taka ekki eina einustu afsöðu eins og www.stebbifr.blog.is gerðir, en benti svo á hve spennandi yrði að fylgjast með framhaldinu.

En hvað er svo þetta guðlast? Ég geri mér fulla grein fyrir því að fæstir hafa talað um guðlast í auglýsingu Símans, en engu að síður: Hvað er guðlast?

blasphemyÉg get ekki betur séð en að guðlast sé varnarveggur og forréttindi kristinna manna á Íslandi (og sennilega víða annars staðar). Guðlast er bannað með lögum vegna þess að aðskilnaður ríkir ekki á milli ríkis og kirkju. Guðlast er tekið úr ritningunni, ekki úr hagkvæmri mennskri siðfræði eins og eðlilegt gæti talist. Nú geri ég mér grein fyrir að öll siðfræði hjóti að vera mennsk, þar sem ég get ekki gert ráð fyrir almætti, en ég á við að siðfræðin er ekki í notkun vegna þess hve hagkvæm hún er í að halda mannlegu samfélagi vel virkandi og virðingu einstaklinga hverjum fyrir öðrum, heldur af því að hún stendur í þessari bók [biblíunni] en ekki hinni.

Guðlast er sem sagt regla frá meintu almætti, þar sem það verndar sjálft sig fyrir óþekkt og efa. Seinna verður guðlast að lögum þar sem kristinn löggjafi verndar sjálfan sig fyrir óþægilegum athugasemdum, efa um þá lífssýn sem hann hefur valið sér. Þetta er varnarveggurinn.

Þá eru það forrétindin. Aldrei hefði múslimi á Íslandi getað kært teikningarnar af Múhameð spámanni og unnið mál fyrir íslenskum dómstólum. Það er óhugsandi. Tjáningarfrelsið hefði alltaf sigrað, og það er vel. En birting teikninganna var klárlega guðlast á þann mælikvarða sem múslimar nota til að meta guðlast. Hvers vegna er slíkt guðlast sér á báti?

Getum við hyglt einni tegund guðlasts vegna þess að meirihluti landsmanna trúir á guð á þann háttinn, en litið framhjá öðru í krafti tjáningarfrelsis? Auðvitað ekki. Í réttarríki þar sem trúarbragða-, skoðana- og tjáningarfrelsi ríkir er guðlast ómöguleg stærð. Það ætti einfaldlega ekki að vera hægt að lasta.

wackÞá mætti líka spyrja: Hver er sérstaða trúarbragða í þessu máli? Af hverju þessi forrétindi til þeirra? Nóg er til af fólki sem borðar ekki kjöt af siðferðilegum ástæðum. Ætti það ekki allt eins að vera réttur þessa fólks að sleppa við myndir af viðurstyggilegum lambaskrokkum, eins og þá sem er framan á blaðinu í dag? Þarna erum við að tala um ákveðna lífsskoðun, alveg eins óg trúin er hjá öðrum, og eru myndir á borð við þessa sem ég nefndi ekki að subba út þá líffskoðun?

Hvað með Votta Jehóva? Getum við ekki verið að guðlasta þegar við höldum upp á jólin á okkar sóðalega ofurátseyðapeningdettaíða-hátt? Það er alveg ljóst að það eru forrétindi hins kristna að tala um guðlast á Íslandi. Forrétindi sem eiga ekki rétt á sér.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg örlög

Mikið vorkenni ég þessari konu, og öllum þeim karlmönnum sem hafa komið á undan henni. Til að eiga möguleika á að verða hirðfífl, sem labbar um í grímubúningi og gætir ræfla sem aldrei hafa unnið handtak og eru lagalega rétthærri en allir aðrir, þarf að þjóna breska hernum í að minnsta kosti 22 ár. Og þetta eru þá verðlaunin sem maður fyrir 22+ ára dygga þjónustu. Að standa fyrir utan Tower of London og láta eins og fífl. 
mbl.is Fyrsta konan í 522 ára sögu varðsveitarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru trúarbrögð oft skaðleg

En viðbrögð hinna trúuðu eru fyrirsjáanleg. ,,Trúarbrögð eru ekki hættuleg." ,,Trúrbrögð hafa aldrei skaðað neinn, heldur eru það bara ofstækismenn sem skaða með trú að yfirskyni." Kjaftæði. Með sömu rökum má segja að það hafi ekki skaðleg áhrif að auglýsa tóbak í barnaskólum. Aldrei hefur nokkur maður orðið fyrir beinum skaða af tóbaksauglýsingu.

Og til að draga frama skaðsemi trúarbragð sem ekki tengjast hryðjuverkum:

Trúarbrögð skaða þegar barn deyr vegna þess að foreldrar þess neita því um blógjöf.

Trúarbrögð eru skaðleg þegar þau ætlast til að einum hópi fólks (konum, samkynhneigðum, sígaunum, gyðingum, múslimum...) sé mismunað vegna þess að hegðun þess er ekki samræmi við einhverja ritningu.

Trúarbrögð eru skaðleg þegar fólk fer í pílagrímsferðir til að leita kraftaverkalækninga og vanrækir lækningar byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma.

Og svo mætti lengi telja. Eflaust mætti búa til lista yfir það hvernig trúarbrögð eru gagnleg. En að trúarbrögð kunni að vera gagnleg í einu samhengi breytir engu um að þau séu skaðleg í öðru.

Vegna þess að ég býst alveg eins við að einhver minnist á nauðsyn trúarbragða, og jafnvel meðfæddar tilhneigingar til trúarbragða, langar mig að benda á ágæta grein Guðmundar Inga Markússonar, Eru trúarbrögð náttúruleg, sem birtist á Kistunni fyrir nokkrum árum og við fengum leyfi til að birta á www.ResExtensa.org.


mbl.is Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki listamaðurinn sem lét hann hverfa?

Af titli sýningarinnar að dæma myndi ég halda að Bjarki Bragason hafi sjálfur látið ísbjörninn hverfa. Þessi ísbjörn hefur fengið að vera the first one to go enda þola ísbirnir illa hlýjuna og mengunina sem er að finna í Kringlunni. Þetta er ekki mystería fyrir fimm aura...


mbl.is Dularfullt ísbjarnarhvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þensla

Ragga benti á sniðuga bloggsíðu. Best að ég geri það líka.

Jöfn og lélegri tækifæri?

booksÞað er í sjálfu sér ágætt hugmynd að gefa framhaldsskólanemum námbækur. Kostnaður við það hlýtur þó að vera gríðarlegur og mér dettur í hug að hugmyndir um sparnað ríkissins í skólabókakaupum, sem óhjákvæmilega munu koma upp, hafi áhrif á gæði bókanna. Oft voru bækur í framhaldsskólum úreldar þrátt fyrir að þær væru greiddar af nemendum, en það var vegna þess að ekki voru til nýrri bækur á íslensku. Þegar skólabókahöfundar verða algerlega orðnir háðir ríkinu um útgáfu (því ríkið verður að kaupa bókina eigi að gefa hana út) er hætt við að þær verði endurnýjaðar enn sjaldnar, minna verði lagt í þær og jafnvel verði reynt að komast upp með færri bækur pr. áfanga. Ég vona sannarlega að þetta verði ekki raunin, ef af fríbókarstefnunni verður, því nógu andskoti lélegar voru þær nú margar fyrir, bækurnar í menntaskóla.

Ef komist er hjá þessum vandkvæðum, t.d. með gæðaeftirliti hjá félagi framhaldsskólanema, er fríbókahugmyndin ágæt. 


mbl.is SUF kallar eftir ókeypis skólabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikinn af náttúrugripasafninu

Eða svo gott sem. Ég man eftir því þegar ég, árið 1989, fór með bekknum mínum á náttúrugripasafnið. Við vorum í núllbekk og var þetta einn af hápunktum vetrarins ásamt ferð á slökkvistöðina. Enn í dag man ég greinilega hvað mér fannst merkilegast á safninu: geirfulg, sverðfiskur og RISASKJALDBAKA. Reyndar fannst mér hún lang merkilegust og hún er einnig minnistæðust (skemmtileg tilviljun eða hvað?).

En ég er bara mjög svekktur yfir að hafa ekki fengið að heyra söguna af skjaldbökunni í þessari heimsókn. Það var í löngu máli farið yfir málefni þessa klaufalega geirfugls sem allt snérist um (vissulega er tegundin útdauð), en við fengum ekkert að heyra af Einari þessum sem gerði sér lítið fyrir og dró 400 kg. hitabeltisskepnu á land í Steingrímsfirði.

Sennilega af því að hann var Norðmaður.


mbl.is Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ránherrabílar og embættismannavagnar

Frétt á vísi segir frá því hvaða ráðherrar keyri um dýrustu bílunum, en einnit að Páll Magnússon keyri um á dýrari bíl en allir ráðherrar, utan forsætisráðherra. Um kaup ráðherra á bílum segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra að ráðuneytin fái hvert um sig fimm milljónir til bílakaupa en síðan sé þeim í sjálfvald sett hversu miklu í viðbót þau eyða af rekstrarfé ráðuneytisins í bíl fyrir ráðherra.

Hvers vegna í ósköpum leyfa ráðherrarnir sér að kaupa bíla sem kosta 8-10 milljónir? Ætlar Guðlaugur Þór til dæmis að rökstyðja það fyrir fólki að hann eyði 8 milljónum í lúxusbifreið? Væri þessum 3 auka milljónum ekki betur varið í heilbrigðismál? Er enginn bíll á 5 milljónir nógu góður svo Guðlaugur Þór geti talað í símann?

Ég tek Guðlaug Þór sem dæmi, margir aðrir eru litlu skárri.

En verst finnst mér að útvarpsstjóri skuli fá lúxusbifreið. Hvers vegna fær útvarpsstjóri yfirleitt bifreið? Getur hann ekki keyrt á sínum bíl og fengið bensínpening eins og aðrir opinberir starfsmenn. Nú vinn ég fyrir sama skítakompaní og Páll. Ég get lofað því að fleiri ferðir þarf að keyra frá mínum vinnustað en hans, enda þarf að versla mat, lyf o.fl. fyrir 6+ manns, sækja lyf, koma fólki til læknis, fara á fundi o.s.frv. Samt er enginn bíll á vinnustaðnum... ekki einu sinni Yaris. Hvernig væri að einkavæði þessi andskotans ráðuneyti, þannig að ekki væri bruðlað með peninga í svona andskotans vitleysu. Í fréttina vantar svo verðið á bíl yfirmanns útvarpsstjóra, en það mun vera menntamálaráðherra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband