Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2007 | 12:37
Duglegir blóðgjafar
Magnað að lesa það að 50 manns hafa gefið blóð 100x eða oftar. Ég veit ekki einu sinni hvort hægt sé að gefa blóð á Akureyri, en ef svo er þarf að vinna mikla PR vinnu hjá þeim blóðbanka. Vegna þess að ég er ekki alinn upp í blóðgjafa umhverfi hef ég aldrei gefið blóð, og lítið velt því fyrir mér fyrr en ég kom í HÍ. Þar er blóðbankinn auglýstur grimmt og blóðbíllinn kemur reglulega við og tappar THC mettuðu blóði af stúdentum.
Það sem gerði mig svo enn spenntari fyrir blóðgjöfum var þegar ég komst að því að ég er í blóðflokki O-, sem ég held að sé sá sjaldgæfasti á markaðnum. Ástæða þess að ég hef aldrei látið af því verða er að skömmu eftir að ég uppgötvaði blóðflokk minn (sem var á 23ja aldursári og er örugglega Íslandsmet í seinagangi) ákvað ég að bjóða mig fram í lyfjarannsókn hjá háskólanum. Þá var ég stunginn 12x á 9 dögum af læknanema sem dældi í mig sterum og saug úr mér blóð til skiptis. Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu hef ég ekki fengist til að vera stunginn enda handleggurinn á mér orðinn eins og á Jared Leto í Requiem for a Dream eftir allt saman.
Sem betur fer eru til menn eins og Sigurður Eggert Ingason sem berja samviskubitinu í hausinn á manni. Ég held að ég geti ekki hundsað blóðbílinn í sinni næstu ferð.
![]() |
50 hafa gefið blóð 100 sinnum eða oftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 10:02
Guðjón Steinn Sigjónsson?
![]() |
Guðjón Valur í góðu lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 14:36
Taugarnar róaaðar
Þetta voru erfiðar klukkustundir, þar sem við Stúdentagarðingar vorum í óvissu með netsamband næstu 10 daga. Ekki síst vegna þess að verið var að opna fyrir nýtt gagnasafn sem gefur mér mun meiri tækifæri á að nördast.
Þessu hefur nú verið reddað.
![]() |
RHnet semur við Vodafone um fjarskiptasamband við útlönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 14:20
Popp getraun nr. 1
Úr því að Helgi stendur sig ekki í framleiðslu getrauna hef ég ákveðið að fylla, a.m.k. tímabundið í skarðið. Hér bið ég um flytjendur og nafn platna. Held að það reynist Steinari erfitt að googla því...
nr. 1
nr. 2
nr. 3
nr. 4
nr. 3
Sá fyrsti sem svara öllu rétt fær 30 mín. erótískt nudd og titilinn markgreifi í einn dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2007 | 10:49
Ekkert mál að finna kaupendur?
Já, við bíðum öll spennt eftir því að sjá kaupendur að 100 tonnum af hvalkjöti. Og ef það gengur ekki mun Pétur Blöndal sennilega taka að sér að fæða fátæka út úr frystigeymslunum.
Enn þann daga í dag skil ég ekki hvers vegna mín hugmynd hefur aldrei verið tekin til skoðunar. En hún er sú að ef hvalirnir eru að fara svona illa með fiskistofnana þá eigi bara að skjóta þá og sökkva þeim. Skósveinar ríkisstjórnarinnar ráða sjóræningjaskip, skráð í Belize, til að sigla um með fallbyssur og skjóta hvali að næturlagi. Við sporð þeirra er svo bundið lóð (t.d. ónýtt brotajárn) og þeim sökkt. Enginn þarf að vita af þessu, enginn fer í fýlu og í stað þess að vera étinn af hval getur þorskurinn nú gætt sér á rotnandi hræi bundnu við hafsbotninn.
Svona sé ég hvalaskoðun fyrir mér í framtíðinni. Fyrir skömmu síðan var talað um hákarlaköfun í S-Afríku. Af hverju ekki hvalaköfun? En þessu þyrfti auðvitað að halda leyndu fyrir útlendingum...
![]() |
Um 100 tonn af hvalkjöti enn í frystigeymslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 10:22
Áminningar Skinners

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 10:11
Bretar komnir í svalann
Þessi frétt finnst mér fyndin. Bretar farnir að drekka rósavín í stórum stíl. Rósavín var mjög vinsæll drykkur í vinahópi mínum þegar við vorum á aldrinum 14-16 ára. Það var ekki drukkið af því að það væri gott, heldur af því að það var ekki vont.
Eftir öll slagsmálin, dökka bjórinn og rotnu tennurnar eru Bretarnir bara eins og 15 ára pussur.
![]() |
Bretar drekka meira vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 09:12
Velkomin(n)
Eftir langt og lélegt blogghlé hef ég ákveðið að prófa þetta hérna. Ég stofnaði reyndar aðgang að þessari síðu fyrir löngu síðan en notaði ekki af því að ég gat ekki birt kvikar myndir, en þær búa til svona illusion of exellence þegar maður nennir ekkert að skrifa.
Hér fyrir neðan birti ég reyndar eina mynd, en það var bara til að prófa. Hún er hvorki merkileg né sérlega fyndin, en ég nenni bara ekki að fjarlægja hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)